Watch Intro Video

Frá neikvæðri líkamsímynd yfir í jákvæða líkamsímynd

Netnámskeið með Ernu Kristínu

Um námskeiðið

Námskeiðið: Frá neikvæðri líkamsímynd yfir í jákvæða líkamsímynd er námskeið fyrir alla þá sem hafa áhuga á því að lifa lífinu sátt í eigin skinni. 


Að komast á þann stað að elska líkama sinn skilyrðislaust felur ekki aðeins í sér þá sálarró sem við þráum að hafa þegar kemur að líkamsmyndinni okkar heldur einnig færir það okkur bætt sjálfstraust. Með jákvæðri líkamsímynd nærð þú að takast á við lífið eins og það leggur sig með enn betra hugarfari, því brotin sjálfsmynd eða líkamsímynd stendur ekki lengur í vegi fyrir þér. 


Það sem jákvæð líkamsímynd hefur gefið mér er frelsið frá óraunhæfum kröfum samfélagsins og neikvæðum hugsunum/niðurbrotum að líkama mínum. Það magnaðasta er þó að læra að þegar líkamsímyndin verður heil þá verður sjálfsmyndin svo sterk að sjálfstraustið byrjar að blómstra á öðrum sviðum líka. Þetta er atriði sem ég óska öllum að ná og er ástæðan fyrir því sem ég geri. Bætt líðan, bætt öryggi í sambandi við þig og aðra, bætt lífsgæði og hamingja. Algjörlega óháð holdarfari. 


Ég óska öllum að komast á þann stað að elska líkama sinn skilyrðislaust og finna hvernig andleg líðan blómstrar og hvernig frelsið er þegar maður er laus undan staðalímyndum.

Fyrir hverja er námskeiðið? 

Námskeiðið er fyrir alla sem vilja öðlast jákvæða líkamsímynd og bætta sjálfsmynd. Ef þú vilt taka þín fyrstu skref eða fá fleiri verkfæri til að halda fókus í jákvæðri líkamsímynd þá er þetta námskeið tilvalið fyrir þig. 

Hvað mun fólk læra á námskeiðinu? 

Á námskeiðinu færð þú tækifæri á að læra helstu þætti sem jákvæð líkamsímynd felur í sér og hvernig þú kemst á þann stað að læra elska líkama þinn skilyrðislaust óháð holdarfari. Þú lærir að endurforrita á þér hugann og halda fókus þegar kemur að jákvæðri líkamsímynd.Hvað kosta netnámskeiðin?

Hægt er að versla aðgang á stök netnámskeið en einnig er hægt að versla öll námskeiðin saman á frábæru verði!

Netnámskeiðin eru niðurgreidd af stéttarfélögum.

Erna Kristín Stefánsdóttir

Ernuland

Ég heiti Erna Kristín, guðfræðingur, talskona fyrir jákvæða líkamsímynd og rithöfundur bókarinnar Fullkomlega Ófullkomin. Mitt markmið er að hjálpa fólki að læra elska líkama sinn eins og hann er hér og nú og í gegnum allar breytingar. Hjálpa fólki að endurforrita á sér hugann þegar kemur að holdarfari og öðlast heilbrigt samband við mat og hreyfingu þar sem við slítum alla þætti lífsins frá holdarfari og setjum fókusinn á andlega og líkamlega líðan. Ég var tilnefnd til hvatningarverðlauna á vegum JCI Ísland árið 2019 fyrir framlag mitt til barna, mannréttinda og eða heimsfriðar og spilar líkamsvirðing einmitt inn í bætta andlega líðan fólks. Ég er með embættispróf í guðfræði og hef því góðan grunn í sálgæslu sem kann að gagnast mörgum.

Efnisyfirlit

 • 1

  Kynning

  • SWIPE CLUB á Facebook

  • Kynningarmyndband

 • 2

  Úr neikvæðri líkamsímynd yfir í jákvæða

  • Úr neikvæðri líkamsímynd yfir í jákvæða

  • Þá

 • 3

  Fyrstu skrefin

  • Fyrstu skrefin - Hver er þinn kjarni?

  • Endurforritun hugsans

  • Verkfærakistan

 • 4

  Fókus

  • Afhverju er mikilvægt að halda fókus - Markmið breytast og við líka

  • Slíta í sundur þætti lífins og holdarfar

 • 5

  Fullkomlega Ófullkomin

  • Rými til að vera eins og maður er

  • Skrefin til baka

 • 6

  Megrunarmenningin

  • Afhverju er engin viðvörun ?

Skráðu þig í dag

Úr neikvæðri líkamsímynd yfir í jákvæða