Watch Intro Video

Betri í dag en í gær

Netnámskeið með Begga Ólafs

Um námskeiðið

Námskeiðið betri í dag en í gær er fyrir þá sem vilja leggja vinnu í efla sjálfan sig og aðra í lífinu. Það er engin ein leynileið að því að verða betri einstaklingur í dag heldur en þú varst í gær. Það þarf hinsvegar að staldra aðeins við í þessum hraða heimi sem við lifum í og spyrja sig mikilvæga spurninga eins og hvað maður vilji í lífinu, hver maður er og hvað sé manni mikilvægast. Svo þarf maður að vilja svara þeim spurningum og gera allt í sínu valdi til að uppfylla þau svör.


Við erum öll sammála því að lærdómur og menntun sé eitthvað sem við eigum að leggja áherslu á. Flugmenn læra á flugvél, vélvirkjar læra á tæki, eðlisfræðingar á flóknar stærðfræðijöfnur en samt hefur okkur aldrei verið kennt á lífið, sem er það dýrmætasta sem við eigum. Sjálfsvinna getur verið krefjandi en hún gefur sönn verðlaun. 

  

Í námskeiðinu legg ég fyrir verkefni sem láta þig hugsa ýtarlega um þig og þitt líf. Alveg eins og lífið þá er námskeið ákveðin vegferð. Það er byggt upp á sannreyndum inngripum úr sálfræði, vísindum, eigin reynslu og hugmyndafræði. Ég rannsakaði t.d. nokkur inngrip sem eru í námskeiðinu í MSc ritgerðinni minni og þær sýndu mér svart á hvítu að þær bera árangur.  


Aðalmarkmiðið með námskeiðinu er að þú verðir betri einstaklingur eftir það heldur en þú varst fyrir það. Ég hef lagt gífurlega mikla vinnu í námskeiðið og ég trúi innilega að það geti haft góð áhrif á lífið þitt ef þú leggur þig alla/n fram!

Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja:

 • Færast nær því að verða einstaklingarnir sem þeir vilja og lífinu sem þau vilja lifa.

 • Átta sig á að þau geta gert miklu meira en þau halda.

 • Kynnast sjálfum sér betur.

 • Verða meðvitaðri um hvað sé hægt að gera í eigin valdi til að bæta sjálfan sig og aðra í lífinu.

 • Fá verkfæri til að eiga við erfiða verkefnið sem lífið er.

 • Verða betri, ánægðari og öflugari einstaklingar

 • Upplifa frekari tilgang með lífinu

Fólk mun læra að:

 • Þekkja sjálfan sig betur

 • Skilgreina hvað það vill og skýra áætlun til að láta það verða að veruleika

 • Taka ábyrgð á eigin lífi

 • Átta sig á hvað er þeim mikilvægast í lífinu

 • Síðast en ekki síst: Hvernig þau geta orðið betri einstaklingar í dag heldur en í gær

Hvað kosta námskeiðin?

Hægt er að versla aðgang á stök námskeið en einnig er hægt að versla öll námskeiðin saman á frábæru verði!

Beggi Ólafs

Fyrirlesari og leiðtogi

Beggi er einlægur einstaklingur sem gerir allt í sýnu valdi til að hjálpa fólki að eiga eins þýðingarmikið líf og hægt er. Hann er fyrirlesari og er með MSc í hagnýtri jákvæðari sálfræði og þjálfunarsálfræði. Beggi hefur mikla reynslu úr íþróttum þar sem hann var fyrirliði mest allann sinn feril. Hann hefur haldið um 70 fyrirlestra með góðum árangri fyrir rúmlega 4000 manns. Ásamt 6 ára námi í sálfræði hefur hann eytt mörgum tugum þúsunda í að mennta sig í andlegri vellíðan og heilsu. Beggi hefur mikla ástríðu fyrir því að miðla viskunni sinni til eins margra og hann mögulega getur. Markmiðið hans er að kortleggja hvað einkennir gott líf og hjálpa fólki með verkfærum úr sálfræði að færast nær lífinu sem þeir vilja lifa og að verða einstaklingarnir sem þeir vilja vera.

Efnisyfirlit

 • 1

  Kynning

  • SWIPE CLUB á Facebook

  • Kynningarmyndband

  • Verkefnahefti

 • 2

  Þekktu sjálfan þig

  • Ásetningur – Afhverju ert þú hér? Hvað viltu fá úr námskeiðinu?

  • Styrkleikar – Í hverju ertu góð/ur?

  • Saga – Hver er þín lífssaga?

  • Mikilvægi. Gildi, hvað fólk sér eftir í lífinu og arfleið.

 • 3

  Framtíðar Ég

  • Framtíð sem þú vilt – Hvernig einstaklingur viltu verða?

  • Greina, skýra og gera áætlun fyrir hver markmið – Hvati, hindrarnir og lausnir, framför

 • 4

  Öflugari og ánægðari

  • Tilgangur í lífinu – Skilgreining á persónulegum tilgangi

  • Flæði – Hvað veitir þér ánægju?

  • Jákvæðar tilfiningar – Þakklæti, gefa af sér og ráð frá framtíðinni

  • Árangur námskeiðis og lokaorð

Beggi hefur meðal annars haldið fyrirlestra fyrir:

Skráðu þig í dag

Betri í dag en í gær með Begga Ólafs