Watch Intro Video

Betri heilsa og innihaldsríkara líf

Netnámskeið með Sölva Tryggva

Um námskeiðið

Á þessu námskeiði verður farið yfir lykilatriði þegar kemur að andlegri og líkamlegri heilsu og það útskýrt á einfaldan hátt hvernig heilinn og líkaminn vinna saman. Einnig verður farið yfir leiðir til þess að breyta drifkraftinum á bak við hegðun, sem er lykilatriði í því að geta gert varanlegar jákvæðar breytingar þegar kemur að heilsu. 

Á námskeiðinu verða einnig kennd grunnatriði í hugleiðslu, öndunaræfingum og fleiru, auk þess sem farið verður yfir praktískar leiðir til að draga úr kvíða og streitu, fara út fyrir þægindarammann og fleiri leiðir til að bæta lífsgæði.

Sölvi Tryggvason gaf nýverið út bókina: Á Eigin Skinni, sem er afrakstur áratugsvegferðar hans um allt sem snýr að heilsu. Eftir að hafa sjálfur misst heilsuna neyddist Sölvi til að gerast sérfræðingur í heilsu og hefur á undanförnum árum lært af framúrskarandi fólki um allan heim, auk þess að gera endalaust af tilraunum á sjálfum sér þegar kemur að kælingu, föstum, næringu, hreyfingu, bætiefnum og fleiru og fleiru. 

Sölvi hefur auk þess að hafa tekið yfir 2 þúsund viðtöl í sjónvarpi, gefið út 5 bækur gert heimildarmynd um knattspyrnulandsliðið og ótal margt fleira. En á undanförnum árum hefur hann alfarið einbeitt sér að heilsu og heilsutengdu efni.

Hvað mun fólk læra af námskeiðinu:

 • Á námskeiðinu mun fólk fá í hendurnar einföld tæki og tól til þess að bæta heilsu og lífsgæði.

 • Á námskeiðinu verða lykilatriði í heilsu sett í samhengi á hátt sem líklega fæstir hafa velt mikið fyrir sér.

 • Sölvi fer yfir þau atriði sem hafa nýst honum best og deilir þeim á námskeiðinu.

Hvað kosta netnámskeiðin?

Hægt er að versla aðgang á stök námskeið en einnig er hægt að versla öll námskeiðin saman á frábæru verði!

Netnámskeiðin eru niðurgreidd af stéttarfélögum.

Sölvi Tryggva

Fyrirlesari

Sölvi hefur haldið meira en 200 fyrirlestra síðastliðið ár um efnið í bókinni: ,,Á Eigin Skinni", fyrir meira en 10 þúsund Íslendinga. Efnið sem hann fer yfir er fjölbreytt og ætti að nýtast öllum. Alveg sama á hvaða aldri fólk er, eða hvar það er statt í lífinu.

Efnisyfirlit

 • 1

  Kynning

  • SWIPE CLUB á Facebook

  • Kynningarmyndband

  • Verkefnahefti

 • 2

  Lykilatriðin

  • Lykilatriðin - Kynning

  • Tenging milli andlegrar og líkamlegrar heilsu

  • Yfirlit yfir mikilvægustu atriðin í heilsu

  • Hver er drifkrafturinn á bakvið hegðun okkar og hvernig breytum við honum?

 • 3

  Æfingar til að bæta lífsgæði

  • Æfingar til að bæta lífsgæði - Kynning

  • Grunnatriðin í hugleiðslu kennd

  • Farið yfir grunnatriði í öndun og öndunaræfingum

  • Leiðir til að auka þakklæti og hvernig við framkvæmum það

 • 4

  Samantekt og fleiri lykilatriði

  • Samantekt og fleiri lykilatriði

  • Leiðir til að eiga við kvíða

  • Við getum þetta öll

  • Að framkvæma óháð tilfinningu

 • 5

  Lokaorð

  • Lokaorð

Sölvi hefur meðal annars haldið fyrirlestra fyrir:

Skráðu þig í dag

Betri heilsa og innihaldsríkara líf með Sölva Tryggva