Öll netnámskeiðin

aðeins 19.990 kr.

Þegar þú kaupir þennan pakka færðu aðgang að öllum 7 netnámskeiðum SWIPE Club á frábæru verði!

Innifalið í pakkanum eru eftirfarandi fyrirlestrar:

Ásdís Hjálmsdóttir

Fyrirlestur: Náðu Árangri

Í þessu námskeiði kafar Ásdís djúpt í allt sem viðkemur því að ná árangri. Sjálf hefur hún gríðarlega reynslu á þessu sviði. Í námskeiðinu deilir hún sinni reynslu og þeim aðferðum sem hún hefur nýtt sér til að komast á þrenna Ólympíuleika og klára doktorspróf samtímis.

Námskeiðið fjallar um allt frá mikilvægi rétts hugarfars og góðrar heilsu til þess hvernig við getum sett okkur markmið og náð þeim. Aðal viðfangsefnið er markmiðasetning sem hún fer í gegnum frá A til Ö. Meðal þess sem hún fjallar um er hvernig við finnum út hvað við viljum, hvernig við getum sett okkur markmið, brotið þau niður og gert rétta planið. Það er þó ekki nóg að kunna að setja markmið og því fer hún einnig ítarlega í hvernig við höldum okkur við að gera vinnuna og tökumst á við mótlæti.

Ernuland

Fyrirlestur: Frá neikvæðri líkamsímynd yfir í jákvæða líkamsímynd

Frá neikvæðri líkamsímynd yfir í jákvæða líkamsímynd er námskeið fyrir alla þá sem hafa áhuga á því að lifa lífinu sátt í eigin skinni.

Að komast á þann stað að elska líkama sinn skilyrðislaust felur ekki aðeins í sér þá sálarró sem við þráum að hafa þegar kemur að líkamsmyndinni okkar heldur einnig færir það okkur bætt sjálfstraust. Með jákvæðri líkamsímynd nærð þú að takast á við lífið eins og það leggur sig með enn betra hugarfari, því brotin sjálfsmynd eða líkamsímynd stendur ekki lengur í vegi fyrir þér.

Það sem jákvæð líkamsímynd hefur gefið mér er frelsið frá óraunhæfum kröfum samfélagsins og neikvæðum hugsunum/niðurbrotum að líkama mínum. Það magnaðasta er þó að læra að þegar líkamsímyndin verður heil þá verður sjálfsmyndin svo sterk að sjálfstraustið byrjar að blómstra á öðrum sviðum líka. Þetta er atriði sem ég óska öllum að ná og er ástæðan fyrir því sem ég geri. Bætt líðan, bætt öryggi í sambandi við þig og aðra, bætt lífsgæði og hamingja. Algjörlega óháð holdarfari.

Nökkvi Fjalar

Fyrirlestur: Betra jafnvægi

Netnámskeiðið er samansafn af öllu því sem hefur hjálpað mér að öðlast betra andlegt jafnvægi síðastliðin ár. Ég tala því af eigin reynslu og er sannfærður um að þetta virki ef þú ert tilbúin/n til þess að halda áfram á þessum nótum inn í framtíðina.

Hann fer yfir sjö spurningar sem hann spyr sig reglulega til þess að fá það mesta út úr tímanum sínum. Hann skýrir þessar spurningar og talar um hversu góð áhrif þær hafa haft á hans eigið líf. Skilvirkni og tímastjórnun er eitthvað sem hefur hjálpað honum að njóta meira með fjölskyldu, vinum og svo til þess að eiga gæða tíma með sjálfum sér til þess að rækta líkama og sál.

Nökkvi Fjalar er með 4 ára reynslu í fyrirtækjarekstri og er brautryðjandi á samfélagsmiðlum. Hann er stofnaði afþreyingamerkið Áttan á sínum tíma og er nú með stofnandi og meðeigandi fjárfestingafyrirtækisins SWIPE ehf.

Sölvi Tryggvason

Fyrirlestur: Betri heilsa og innihaldsríkara líf

Á þessu námskeiði verður farið yfir lykilatriði þegar kemur að andlegri og líkamlegri heilsu og það útskýrt á einfaldan hátt hvernig heilinn og líkaminn vinna saman. Einnig verður farið yfir leiðir til þess að breyta drifkraftinum á bak við hegðun, sem er lykilatriði í því að geta gert varanlegar jákvæðar breytingar þegar kemur að heilsu.

Á námskeiðinu verða einnig kennd grunnatriði í hugleiðslu, öndunaræfingum og fleiru, auk þess sem farið verður yfir praktískar leiðir til að draga úr kvíða og streitu, fara út fyrir þægindarammann og fleiri leiðir til að bæta lífsgæði.

Rafn Franklín

Fyrirlestur: Sofðu rótt í nótt

Sofðu rótt í nótt er netnámskeið þar sem þú lærir að hámarka svefngæðin þín og með því uppskera bætta líðan, meiri orku og betri almenna heilsu. Svefn er ekki bara svefn heldur eru það GÆÐIN sem skipta höfuðmáli. Það er eitthvað sem mig skorti þegar ég hóf mína vegferð að bættum svefni og þrátt fyrir að hafa ekki áttað mig á því á þeim tíma.

Á námskeiðinu fer ég yfir einföld og praktísk atriði til að innleiða í daglegt líf sem munu hjálpa þér að bæta svefnrútínuna þína og þar með svefngæðin til muna.

Kristján Gilbert

Fyrirlestur: Hugleiðsla

Netnámskeiðið fjallar um hvernig við getum notað hugleiðslu til þess að betrum bæta líf okkar. Áhugi minn á hugleiðslu kviknaði fyrir 8 árum síðan eftir að ég uppgötvaði hversu sterkt verkfæri þetta er til þess að bæta andlega heilsu. Síðan þá hef ég hugleitt nánast daglega og oft marga klukkutíma í senn.

Í námskeiðinu kem ég inn á margar mínar hugljómanir sem ég hef fengið úr þessum mörg þúsund klukkustunum af hugleiðslu og mismunandi hugleiðslutæknir sem ég hef bæði lesið og lært annarsstaðar og prufað á sjálfum mér sem og æfingar sem ég hef þróað sjálfur sem hafa hjálpað mér að njóta hvers augnabliks í lífinu. Eftir námskeiðið ætti áhorfandinn að hafa dýpri skilning á hvað hugleiðsla er og að þetta er ekki svo flókið fyrirbæri heldur æfing sem að allir ættu að geta tileinkað sér.

Gunna Stella

Fyrirlestur: Hugarró heima

Síðastliðin ár hef ég verið á vegferð sem ég kalla vegferð í átt að Einfaldara lífi. Fyrir 15 árum hófst þessi vegferð þó svo ég hafi ekki skilgreint hvaða nafn hún hefði að geyma á þeim tímapunkti. Vegferðin hófst þegar ég var ung nýbökuð móðir og hefur haldið áfram eftir því sem ég hef þroskast og bæst hefur í barnahópinn. Á þessum árum hef ég safnað saman hinum ýmsu verkfærum sem hafa hjálpað mér að upplifa jafnvægi, hugarró, sjálfstraust og hugrekki.

Á þessu námskeiði miðla ég af eigin reynslu og deili því sem hefur nýst mér best. Mín von er sú að þetta námskeið hjálpi þér að þekkja sjálfa/n þig betur og gefi þér verkfæri til að upplifa jafnvægi, meira sjálfstraust, kjark og helling af hugarró.